Enski boltinn

Chris Hughton tekur líklega við Birmingham

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Chris Hughton verður væntanlega kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri hjá enska fótboltaliðinu  Birmingham.
Chris Hughton verður væntanlega kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri hjá enska fótboltaliðinu Birmingham. Nordic Photos/Getty Images
Chris Hughton verður væntanlega kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri hjá enska fótboltaliðinu  Birmingham í dag eða morgun, samkvæmt heimildum Press Association Sport.  Hughton, sem var rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Newcastle  s.l. haust, mun taka við af Alex McLeish sem réði sig til grannaliðsins Aston Villa nýverið.

Roberto Di Matteo hefur einnig verið orðaður við starfið hjá Birmingham sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Hughton hefur reynslu af því að koma liðum upp úr 1. deild en Newcastle fór upp um deild undir hans stjórn fyrir rúmlega ári síðan.  Hughton var lengi leikmaður Tottenham og var síðan einn af aðstoðarþjálfurum liðsins um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×