Íslendingurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði fyrir norska félagið Vålerenga í úrvalsdeildinni í gærkvöld, en liðið vann Start 2-1.
Veigar kom Vålerenga yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik, en Start jafnaði metinn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Espen Hoff skoraði eina mark Start í leiknum.
Fegor Ogude skoraði sigurmark Vålerenga í leiknum 25 mínútum fyrir leikslok. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Start, en hann fór til félagsins frá Keflavík á dögunum.
Vålerenga er í sjöunda sæti deildarinnar með 32 stig en Start er sem fyrr í næstneðsta sætinu með 17 stig.
Veigar Páll skoraði fyrir Vålerenga
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



