Enski boltinn

Kevin Davies bað Cleverley afsökunar eftir leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kevin Davies í leik með Bolton.
Kevin Davies í leik með Bolton. Mynd. Getty Images
Kevin Davies, leikmaður Bolton, bað Tom Cleverley, leikmann Manchester United, afsökunar á því að hafa farið allt of harkalega í tæklingu í leik liðanna sem var þess valdandi að Cleverley var borinn útaf meiddur.

Þessi 22 ára miðjumaður hefur slegið í gegn á tímabilinu, en nú verður hann frá keppni í einn mánuð. Læknar Man Utd. héldu í fyrstu að leikmaðurinn væri fótbrotinn en nú hefur það komið í ljós að liðbönd sködduðust aðeins og hann verður fljótur að jafna sig. 

Davies á að hafa hringt í Cleverley eftir leikinn og beðið hann afsökunar, en Manchester United rúllaði yfir Bolton 5-0 í leiknum og liðið virðist vera óstöðvandi þessa daganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×