Neville hetja Everton sem sló út Chelsea Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2011 16:46 Nordic Photos / Getty Images Everton bar sigur úr býtum gegn Chelsea í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag en úrslitin réðust ekki fyrir en í vítaspyrnukeppni. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma en bæði liðin náðu að skora í framlengingunni og því lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Það var Phil Neville sem var hetja Everton en hann skoraði úr síðustu vítaspyrnu Everton og kom liðinu áfram. Liðin mættust 29. janúar í fjórðu umferð enska bikarsins og þá fóru leikar jafnt 1-1, því þurfti annan leik til að ná fram úrslitum. Fyrri leikurinn fór fram á Goodison Park, heimavelli Everton, en í dag var leikið Stamford Bridge. Fernando Torres var ekki í leikmannahópi Chelsea í dag en hann lék með Liverpool í sömu keppni fyrr á þessu tímabili og var því ekki gjaldgengur fyrir Lundúnaliðið. Chelsea hafði ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum liðsins sem verður að teljast virkilega sjaldgæft. Heimamenn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og fengu mörg færri til þess að skora en inn vildi boltinn ekki. Florent Malouda, leikmaður Chelsea, lék virkilega vel í fyrri hálfleiknum og Seamus Coleman, hægri bakvörður Everton, virtist ekkert ráða við hraðann hjá Frakkanum. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Tim Howard virtist brjóta á Ramires, leikmanni Chelsea, sem var sloppinn einn í gegn en í staðin fékk Ramires gult spjald fyrir leikaraskap. Virkilega umdeildur dómur en líklega átti dómarinn að dæma vítaspyrnu. Mark frá Chelsea lá heldur betur í loftinu í byrjun síðari hálfleiks en boltinn hreinlega neitaði að fara inn fyrir marklínuna. Tim Howard varði oft á tíðum meistaralega í marki Everton. Tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma náði Marouane Fellaini, leikmaður Everton, að skora mark sem var dæmt af vegan rangstöðu. Everton-menn spýttu heldur betur í lófana undir lokin og pressuðu stíft að marki Chelsea. Eftir venjulegan leiktíma var enn jafnt og því þurfti að framlengja. Þegar um 13 mínútur voru liðnar af framlengingunni náðu heimamenn í Chelsea loksins að koma boltanum í markið. Boltinn barst til Frank Lampard inn í vítateig og enski landsliðsmaðurinn skoraði með laglegu skoti. Everton-menn neituðu aftur á móti að gefast upp og þegar ein mínúta var eftir af framlengingunni fékk Everton aukaspyrnu á hættulegum stað. Leighton Baines, leikmaður Everton, gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukaspyrnunni og hélt lífi í liði sínu. Vítaspyrnukeppni var því staðreynd. Vítaspyrnukeppnin var æsispennandi, en það var reynsluboltinn Phil Neville sem var hetja Everton þegar hann skoraði úr síðustu spyrnu Everton og kom sínu liði áfram í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar. Ashley Cole hafði áður misnotað síðustu spyrnu Chelsea.Vítaspyrnukeppnin: Chelsea – Frank Lampard skoraði Everton – Leighton Baines lét Peter Cech verðja frá sér Chelsea – Didier Drogba skoraði Everton – Phil Jagielka skoraði Chelsea –Tim Howard varði meistaralega frá Nicolas Anelka Everton – Mikel Arteta skoraði örugglega Chelsea – Mikel Essien skoraði Everton – Johnny Heitinga skoraði Chelsea - Ashley Cole skaut langt yfir markið Everton – Phil Neville skoraði örugglega, Everton sigraði vítaspyrnukeppnina 4-3 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira
Everton bar sigur úr býtum gegn Chelsea í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag en úrslitin réðust ekki fyrir en í vítaspyrnukeppni. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma en bæði liðin náðu að skora í framlengingunni og því lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Það var Phil Neville sem var hetja Everton en hann skoraði úr síðustu vítaspyrnu Everton og kom liðinu áfram. Liðin mættust 29. janúar í fjórðu umferð enska bikarsins og þá fóru leikar jafnt 1-1, því þurfti annan leik til að ná fram úrslitum. Fyrri leikurinn fór fram á Goodison Park, heimavelli Everton, en í dag var leikið Stamford Bridge. Fernando Torres var ekki í leikmannahópi Chelsea í dag en hann lék með Liverpool í sömu keppni fyrr á þessu tímabili og var því ekki gjaldgengur fyrir Lundúnaliðið. Chelsea hafði ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum liðsins sem verður að teljast virkilega sjaldgæft. Heimamenn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og fengu mörg færri til þess að skora en inn vildi boltinn ekki. Florent Malouda, leikmaður Chelsea, lék virkilega vel í fyrri hálfleiknum og Seamus Coleman, hægri bakvörður Everton, virtist ekkert ráða við hraðann hjá Frakkanum. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Tim Howard virtist brjóta á Ramires, leikmanni Chelsea, sem var sloppinn einn í gegn en í staðin fékk Ramires gult spjald fyrir leikaraskap. Virkilega umdeildur dómur en líklega átti dómarinn að dæma vítaspyrnu. Mark frá Chelsea lá heldur betur í loftinu í byrjun síðari hálfleiks en boltinn hreinlega neitaði að fara inn fyrir marklínuna. Tim Howard varði oft á tíðum meistaralega í marki Everton. Tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma náði Marouane Fellaini, leikmaður Everton, að skora mark sem var dæmt af vegan rangstöðu. Everton-menn spýttu heldur betur í lófana undir lokin og pressuðu stíft að marki Chelsea. Eftir venjulegan leiktíma var enn jafnt og því þurfti að framlengja. Þegar um 13 mínútur voru liðnar af framlengingunni náðu heimamenn í Chelsea loksins að koma boltanum í markið. Boltinn barst til Frank Lampard inn í vítateig og enski landsliðsmaðurinn skoraði með laglegu skoti. Everton-menn neituðu aftur á móti að gefast upp og þegar ein mínúta var eftir af framlengingunni fékk Everton aukaspyrnu á hættulegum stað. Leighton Baines, leikmaður Everton, gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukaspyrnunni og hélt lífi í liði sínu. Vítaspyrnukeppni var því staðreynd. Vítaspyrnukeppnin var æsispennandi, en það var reynsluboltinn Phil Neville sem var hetja Everton þegar hann skoraði úr síðustu spyrnu Everton og kom sínu liði áfram í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar. Ashley Cole hafði áður misnotað síðustu spyrnu Chelsea.Vítaspyrnukeppnin: Chelsea – Frank Lampard skoraði Everton – Leighton Baines lét Peter Cech verðja frá sér Chelsea – Didier Drogba skoraði Everton – Phil Jagielka skoraði Chelsea –Tim Howard varði meistaralega frá Nicolas Anelka Everton – Mikel Arteta skoraði örugglega Chelsea – Mikel Essien skoraði Everton – Johnny Heitinga skoraði Chelsea - Ashley Cole skaut langt yfir markið Everton – Phil Neville skoraði örugglega, Everton sigraði vítaspyrnukeppnina 4-3
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira