Neville hetja Everton sem sló út Chelsea Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2011 16:46 Nordic Photos / Getty Images Everton bar sigur úr býtum gegn Chelsea í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag en úrslitin réðust ekki fyrir en í vítaspyrnukeppni. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma en bæði liðin náðu að skora í framlengingunni og því lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Það var Phil Neville sem var hetja Everton en hann skoraði úr síðustu vítaspyrnu Everton og kom liðinu áfram. Liðin mættust 29. janúar í fjórðu umferð enska bikarsins og þá fóru leikar jafnt 1-1, því þurfti annan leik til að ná fram úrslitum. Fyrri leikurinn fór fram á Goodison Park, heimavelli Everton, en í dag var leikið Stamford Bridge. Fernando Torres var ekki í leikmannahópi Chelsea í dag en hann lék með Liverpool í sömu keppni fyrr á þessu tímabili og var því ekki gjaldgengur fyrir Lundúnaliðið. Chelsea hafði ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum liðsins sem verður að teljast virkilega sjaldgæft. Heimamenn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og fengu mörg færri til þess að skora en inn vildi boltinn ekki. Florent Malouda, leikmaður Chelsea, lék virkilega vel í fyrri hálfleiknum og Seamus Coleman, hægri bakvörður Everton, virtist ekkert ráða við hraðann hjá Frakkanum. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Tim Howard virtist brjóta á Ramires, leikmanni Chelsea, sem var sloppinn einn í gegn en í staðin fékk Ramires gult spjald fyrir leikaraskap. Virkilega umdeildur dómur en líklega átti dómarinn að dæma vítaspyrnu. Mark frá Chelsea lá heldur betur í loftinu í byrjun síðari hálfleiks en boltinn hreinlega neitaði að fara inn fyrir marklínuna. Tim Howard varði oft á tíðum meistaralega í marki Everton. Tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma náði Marouane Fellaini, leikmaður Everton, að skora mark sem var dæmt af vegan rangstöðu. Everton-menn spýttu heldur betur í lófana undir lokin og pressuðu stíft að marki Chelsea. Eftir venjulegan leiktíma var enn jafnt og því þurfti að framlengja. Þegar um 13 mínútur voru liðnar af framlengingunni náðu heimamenn í Chelsea loksins að koma boltanum í markið. Boltinn barst til Frank Lampard inn í vítateig og enski landsliðsmaðurinn skoraði með laglegu skoti. Everton-menn neituðu aftur á móti að gefast upp og þegar ein mínúta var eftir af framlengingunni fékk Everton aukaspyrnu á hættulegum stað. Leighton Baines, leikmaður Everton, gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukaspyrnunni og hélt lífi í liði sínu. Vítaspyrnukeppni var því staðreynd. Vítaspyrnukeppnin var æsispennandi, en það var reynsluboltinn Phil Neville sem var hetja Everton þegar hann skoraði úr síðustu spyrnu Everton og kom sínu liði áfram í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar. Ashley Cole hafði áður misnotað síðustu spyrnu Chelsea.Vítaspyrnukeppnin: Chelsea – Frank Lampard skoraði Everton – Leighton Baines lét Peter Cech verðja frá sér Chelsea – Didier Drogba skoraði Everton – Phil Jagielka skoraði Chelsea –Tim Howard varði meistaralega frá Nicolas Anelka Everton – Mikel Arteta skoraði örugglega Chelsea – Mikel Essien skoraði Everton – Johnny Heitinga skoraði Chelsea - Ashley Cole skaut langt yfir markið Everton – Phil Neville skoraði örugglega, Everton sigraði vítaspyrnukeppnina 4-3 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira
Everton bar sigur úr býtum gegn Chelsea í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag en úrslitin réðust ekki fyrir en í vítaspyrnukeppni. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma en bæði liðin náðu að skora í framlengingunni og því lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Það var Phil Neville sem var hetja Everton en hann skoraði úr síðustu vítaspyrnu Everton og kom liðinu áfram. Liðin mættust 29. janúar í fjórðu umferð enska bikarsins og þá fóru leikar jafnt 1-1, því þurfti annan leik til að ná fram úrslitum. Fyrri leikurinn fór fram á Goodison Park, heimavelli Everton, en í dag var leikið Stamford Bridge. Fernando Torres var ekki í leikmannahópi Chelsea í dag en hann lék með Liverpool í sömu keppni fyrr á þessu tímabili og var því ekki gjaldgengur fyrir Lundúnaliðið. Chelsea hafði ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum liðsins sem verður að teljast virkilega sjaldgæft. Heimamenn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og fengu mörg færri til þess að skora en inn vildi boltinn ekki. Florent Malouda, leikmaður Chelsea, lék virkilega vel í fyrri hálfleiknum og Seamus Coleman, hægri bakvörður Everton, virtist ekkert ráða við hraðann hjá Frakkanum. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Tim Howard virtist brjóta á Ramires, leikmanni Chelsea, sem var sloppinn einn í gegn en í staðin fékk Ramires gult spjald fyrir leikaraskap. Virkilega umdeildur dómur en líklega átti dómarinn að dæma vítaspyrnu. Mark frá Chelsea lá heldur betur í loftinu í byrjun síðari hálfleiks en boltinn hreinlega neitaði að fara inn fyrir marklínuna. Tim Howard varði oft á tíðum meistaralega í marki Everton. Tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma náði Marouane Fellaini, leikmaður Everton, að skora mark sem var dæmt af vegan rangstöðu. Everton-menn spýttu heldur betur í lófana undir lokin og pressuðu stíft að marki Chelsea. Eftir venjulegan leiktíma var enn jafnt og því þurfti að framlengja. Þegar um 13 mínútur voru liðnar af framlengingunni náðu heimamenn í Chelsea loksins að koma boltanum í markið. Boltinn barst til Frank Lampard inn í vítateig og enski landsliðsmaðurinn skoraði með laglegu skoti. Everton-menn neituðu aftur á móti að gefast upp og þegar ein mínúta var eftir af framlengingunni fékk Everton aukaspyrnu á hættulegum stað. Leighton Baines, leikmaður Everton, gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukaspyrnunni og hélt lífi í liði sínu. Vítaspyrnukeppni var því staðreynd. Vítaspyrnukeppnin var æsispennandi, en það var reynsluboltinn Phil Neville sem var hetja Everton þegar hann skoraði úr síðustu spyrnu Everton og kom sínu liði áfram í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar. Ashley Cole hafði áður misnotað síðustu spyrnu Chelsea.Vítaspyrnukeppnin: Chelsea – Frank Lampard skoraði Everton – Leighton Baines lét Peter Cech verðja frá sér Chelsea – Didier Drogba skoraði Everton – Phil Jagielka skoraði Chelsea –Tim Howard varði meistaralega frá Nicolas Anelka Everton – Mikel Arteta skoraði örugglega Chelsea – Mikel Essien skoraði Everton – Johnny Heitinga skoraði Chelsea - Ashley Cole skaut langt yfir markið Everton – Phil Neville skoraði örugglega, Everton sigraði vítaspyrnukeppnina 4-3
Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti