Fótbolti

Guðlaugur Victor lék 90 mínútur í sigri Hibernian

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson fær að kenna á því frá félögum sínum í 21 árs landsliðinu.
Guðlaugur Victor Pálsson fær að kenna á því frá félögum sínum í 21 árs landsliðinu.
Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allar 90 mínúturnar í 2-0 sigri Hibernian á St. Mirren í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hann er að byrja vel í skoska fótboltanum.

Guðlaugur Victor var á vinstri vængnum og hefur spilað báða leikina með Hibernian síðan að hann kom þangað frá Liverpool í janúar.

Guðlaugur fékk gult spjald á 59. mínútu leiksins en Derek Riordan (63. mínúta) og David Wotherspoon (90. mínútu) skoruðu mörk liðsins í leiknum.

Hibernian var tveimur stigum á eftir St. Mirren fyrir leikinn en komst upp í 10. sæti deildarinnar með þessum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×