Innlent

Fulltrúi Íslands gekk af fundi

Tómas H. Heiðar
Tómas H. Heiðar
„Við óttuðumst að atkvæðagreiðsla yrði til þess að kljúfa Alþjóðahvalveiðiráðið í herðar niður,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu.

Fulltrúar Íslands, Noregs og Japans gengu út af fundi ráðsins í gær ásamt fulltrúum annarra ríkja sem styðja sjálfbærar hvalveiðar. Fulltrúar Argentínu og Brasilíu höfðu þá borið fram til atkvæða tillögu um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi.

„Það var engin hætta á að þeir myndu ná tilskyldum meirihluta, heldur vildum við koma í veg fyrir að atkvæðagreiðsla yrði til þess að spilla andrúmsloftinu í ráðinu, sem hefur farið batnandi á undanförnum árum.“ - gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×