Skiptir verulegu máli fyrir íslenska tónlistarmenn og höfunda 31. maí 2011 19:35 Ríkissjóður og rétthafar verða af mörg hundruð milljónum króna á ári hverju vegna ólöglegs niðurhals á tónlist, kvikmyndum og hugbúnaði. Rétthafasamtök vilja lagabreytingu svo hægt sé að loka fyrir síður sem dreifa ólöglegu efni. Íslendingar eru óhræddir við að hala niður hugbúnaði, tónlist og sérstaklega kvikmyndum með ólöglegum hætti samkvæmt nýrri könnun sem unnin var fyrir Smáís - samtök myndréttahafa á Íslandi. Yfir 60% af notkun almennings á myndefni byggir þannig á ólöglegu niðurhali miðað við fyrstu tölur úr könnuninni. „Það eru gríðarlegir fjármunir sem eru að tapast fyrir rétthafa, neytendur og höfunda og svo stjórnvöld sem fá ekkert í vask fyrir þetta," segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS. Snæbjörn telur að tapið nemi mörg hundruð milljónum króna á ári fyrir rétthafa og ríkissjóð. „Þegar við erum að tala um markað upp á nokkra milljarða þá eru þetta rosalegar tölur sem eru að tapast fyrir utan náttúrulega þegar eitthvað er tekið ófrjálsri hendi þá er það tekið ófrjálsri hendi jafnvel þó þú hefðir ekki ætlað að kaupa það." Sala á erlendum geisladiskum hefur dregist saman á undanförnum árum, mun meira en sala á innlendum geisladiskum. „Við drögum þá ályktun af því að það sé aðallega verið að hala niður ólöglega erlendri tónlist, en fólk veigri sér við að stela íslenskri tónlist," segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdstjóri STEF. Rétthafasamtök vilja lagabreytingu svo hægt sé að loka fyrir síður sem dreifa ólöglegu efni. „Þetta skiptir verulegu máli fyrir íslenska tónlistarmenn og höfunda. Þeir eru að verða fyrir miklum búsifjum vegna þess að það er verið að hala niður tónlist ólöglega," segir Guðrún Björk. Þá segir Snæbjörn: „Nú er ekki verið að tala um það að fara eltast við fleiri þúsund Íslendinga sem kannski stelast öðru hvoru til að sækja eitthvað, en þeir sem standa fyrir því að miðla þessu efni til annarra, sem reka þessa tengipunkta, það þarf að fara harkalega gegn þeim aðilum. Þeir eru að valda gríðarlegu tjóni." Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ríkissjóður og rétthafar verða af mörg hundruð milljónum króna á ári hverju vegna ólöglegs niðurhals á tónlist, kvikmyndum og hugbúnaði. Rétthafasamtök vilja lagabreytingu svo hægt sé að loka fyrir síður sem dreifa ólöglegu efni. Íslendingar eru óhræddir við að hala niður hugbúnaði, tónlist og sérstaklega kvikmyndum með ólöglegum hætti samkvæmt nýrri könnun sem unnin var fyrir Smáís - samtök myndréttahafa á Íslandi. Yfir 60% af notkun almennings á myndefni byggir þannig á ólöglegu niðurhali miðað við fyrstu tölur úr könnuninni. „Það eru gríðarlegir fjármunir sem eru að tapast fyrir rétthafa, neytendur og höfunda og svo stjórnvöld sem fá ekkert í vask fyrir þetta," segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS. Snæbjörn telur að tapið nemi mörg hundruð milljónum króna á ári fyrir rétthafa og ríkissjóð. „Þegar við erum að tala um markað upp á nokkra milljarða þá eru þetta rosalegar tölur sem eru að tapast fyrir utan náttúrulega þegar eitthvað er tekið ófrjálsri hendi þá er það tekið ófrjálsri hendi jafnvel þó þú hefðir ekki ætlað að kaupa það." Sala á erlendum geisladiskum hefur dregist saman á undanförnum árum, mun meira en sala á innlendum geisladiskum. „Við drögum þá ályktun af því að það sé aðallega verið að hala niður ólöglega erlendri tónlist, en fólk veigri sér við að stela íslenskri tónlist," segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdstjóri STEF. Rétthafasamtök vilja lagabreytingu svo hægt sé að loka fyrir síður sem dreifa ólöglegu efni. „Þetta skiptir verulegu máli fyrir íslenska tónlistarmenn og höfunda. Þeir eru að verða fyrir miklum búsifjum vegna þess að það er verið að hala niður tónlist ólöglega," segir Guðrún Björk. Þá segir Snæbjörn: „Nú er ekki verið að tala um það að fara eltast við fleiri þúsund Íslendinga sem kannski stelast öðru hvoru til að sækja eitthvað, en þeir sem standa fyrir því að miðla þessu efni til annarra, sem reka þessa tengipunkta, það þarf að fara harkalega gegn þeim aðilum. Þeir eru að valda gríðarlegu tjóni."
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira