Enski boltinn

Of erfitt fyrir Fabregas að vera fyrirliði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það hafi verið of mikil byrði fyrir Cesc Fabregas að vera fyrirliði Arsenal. Það hafi síðan komið niður á spilamennsku miðjumannsins. Wenger býst þó við Fabregas sterkari á næstu leiktíð.

Fabregas hefur verið fyrirliði liðsins síðan 2008 er bandið var tekið af William Gallas.

"Það er of mikið að vera fyrirliði á hans aldri. Ég tel svo vera. Hann er fyrirliði og Van Persie varafyrirliði. Þessir strákar setja mikla pressu á sig," sagði Wenger.

"Þetta er of mikið fyrir hann því það gengur ekki vel. Um leið og það fer að ganga betur verður það auðveldara fyrir hann. Mótlæti herðir menn og sérstaklega þá sem hafa sterkan karakter. Það hefur Cesc. Þetta mun styrkja hann en álagið var of mikið í vetur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×