Enski boltinn

Lampard: Átti það inni að skora eitt svona mark

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gomes er hér við það að ná boltanum áður en hann fer í netið. Markið var engu að síður dæmt.
Gomes er hér við það að ná boltanum áður en hann fer í netið. Markið var engu að síður dæmt.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var sammála kollega sínum, Harry Redknapp, að það væri kominn tími á að nýta tæknina til þess að skera úr um vafaatriði í knattspyrnuleikjum. Jafnvel þó hann hafi grætt stórlega á því í dag.

"Því miður er dómarinn ekki með sjónvarp. Það væri gott að styðjast við tæknina því þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir dómarann í dag," sagði Ancelotti.

Það var táknrænt að Frank Lampard skildi hafa skorað markið umdeilda en það var tekið af honum mark á síðasta HM þegar boltinn fór vel yfir línuna. Nú fór boltinn ekki inn en mark dæmt engu að síður.

"Boltinn fór aldrei inn en ég átti einn svona inni eftir HM. Ég er því ánægður en mikil óheppni fyrir Spurs," sagði Lampard.

"Menn uppskera eins og þeir sá. Ég er ekki að nudda Spurs upp úr markinu en við áttum þetta skilið. Við sköpuðum helling í leiknum og vorum betri aðilinn. Áttum skilið að vinna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×