Enski boltinn

Houllier öruggur í starfi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, er öruggur í starfi sínu eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.

Villa er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í níu ár en liðið tapaði í gær, 1-0, fyrir Sunderland á heimavelli.

Houllier tók við í september en síðan þá hefur liðið aðeins unnið þrjá af sextán deildarleikjum og tapað sex af síðustu átta.

Ónefndur heimildamaður úr innsta hring félagsins segir þó við BBC að stjórnin styðji enn við bak Houllier.

Houllier sjálfur var handviss um að liðið myndi ekki falla úr deildinni. „Við erum í fallslag og að ganga í gegnum erfitt tímabil. En við munum lifa þetta af."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×