Íslenski boltinn

Gunnar aðstoðar Zoran

Gunnar Oddson.
Gunnar Oddson.
Knattspyrnudeild Keflavíkur náði að setja saman draumaþjálfaraliðið sitt því Gunnar Oddsson hefur samþykkt að verða aðstoðarþjálfari Zorans Daníels Ljubicic.

Þegar Keflavík ákvað að slíta samstarfinu við Willum Þór Þórsson stefndi félagið á að ná samningum við Zoran og Gunnar. Það hefur nú tekist.

Gunnar er ekki ókunnugur aðstoðarþjálfarahlutverkinu enda aðstoðaði hann Willum í sumar.

Gunnar var aðalþjálfari liðsins ásamt Sigurði Björgvinssyni árin 1997-99 og á fyrsta ári með liðið varð Keflavík bikarmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×