Erlent

Konungur Bútan giftist

Brúðhjónin njóta mikilla vinsæld í Bútan.
Brúðhjónin njóta mikilla vinsæld í Bútan. mynd/AFP
Mikill fögnuður er nú í Bútan eftir að konunglegt brúðkaup fór þar fram í gær. Jigme Khesar Namgyel Wangchuck, hinn 31 ára gamli konungur Bútan, gekk að eiga Jigme Khesar Namgyel Wangchuck wed Jetsun Pema í litlum dal í Himalaföllum.

Tíu ára aldursmunur er á brúðhjónunum.

Pema er ekki af konunglegum ættum og því þótti trúlofunum ansi merkileg. Fátt er vitað um Pema en á þeim stutta tíma sem íbúar Bútan hafa fengið að kynnast henni þá hefur fegurð hennar og áræðni vakið athygli. Hún spilar einnig körfubolta af miklum þrótt.

Íbúar Bútan taka sér þriggja daga frí frá vinnu til að fagna brúðkaupinu.

Wangchuck er gríðarlega vinsæll meðal íbúa Bútans. Hann er menntaður í Oxford og er forfallinn Elvis-aðdáandi. Hann þykir afar viðkunnalegur og hefur oft boðið þegnum í te í konungshöllinni. Wanchuck bað sérstaklega um að engir erlendir diplómatar yrðu viðstaddir athöfnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×