Enski boltinn

Joe Cole: Carroll minnir mig mikið á Drogba

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll.
Andy Carroll. Mynd/AP
Joe Cole spilaði lengi með Didier Drogba hjá Chelsea og í gær spilaði hann sinn fyrsta leik með Andy Carroll þegar Liverpool tapaði 0-1 á móti Braga í Evrópudeildinni. Cole segir að Carroll minnir sig mikið á Drogba og það er ekki slæm samlíking fyrir dýrasta leikmann félagsins.

„Andy er ennþá ungur strákur en hann mig mikið á ungan Didier Drogba," sagði Joe Cole en Liverpool keypti Andy Carroll á 35 milljónir punda frá Newcastle á lokadegi félagsskiptagluggans.

„Ég hef spilað með þeim báðum og það er mín skoðun að hann hafi allt til alls til þess að verða eins framherji og Drogba," sagði Cole sem gengur sjálfum ekkert alltof vel að vinna sér sæti í Liverpool-liðinu.

„Ég er að reyna að vinna mér sæti í liðinu og komast í það leikform sem ég þarf að vera í. Ef ég legg hart að mér og hef smá heppni með mér þá er ég viss um að mér takist að komast í liðið," sagði Cole.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×