Frönsku meistararnir í Olympique Marseille unnu 2-0 sigur á Stade Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var síðasti leikur liðsins fyrir seinni leikinn á móti Manchester United í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á Old Trafford á þriðjudaginn.
Marseille blandaði sér um leið af fullum krafti inn í toppbaráttu frönsku deildarinnar en liðið er nú aðeins stigi á eftir toppliðunum Lille og Stade Rennes. Lille er í efsta sætinu á betri markatölu og á auk þess leik inni á móti Valenciennes á sunnudaginn.
Loic Remy skoraði fyrra mark Marseille með skalla á 24. mínútu og Lucho Gonzalez innsiglaði sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok.
Marseille og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Frakklandi en Marseille fær einum degi meira í hvíld en United sem mætir Arsenal í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á morgun.
Marseille hitaði upp fyrir United-leikinn með 2-0 sigri
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
