Grönkjær: Abramovich kom stundum inn í klefa en sagði ekki orð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2011 23:45 Jesper Gronkjær á æfingu með FCK fyrir Chelsea-leikinn á morgun. Mynd/Nordic Photos/Getty Jesper Grönkjær verður í sviðsljósinu með FC Kaupamannahöfn í Meistaradeildinni á morgun en liðið mætir þá hans gömlu félögum í Chelsea í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Grönkjær skoraði á sínum tíma gríðarlega mikilvægt mark fyrir Chelsea á lokadegi 2002-2003 tímabilsins en hann tryggði liðinu þá sigur á Liverpool og jafnframt sæti í Meistaradeildinni. Rússinn Roman Abramovich var á þessum tíma að leita sér að ensku félagi til að kaupa og sagan segir að hann hafi verið að velja á milli Chelsea og Tottenham. Sex vikum eftir að Gronkjær hafði skotið Chelsea inn í Meistaradeildina var Roman búinn að kaupa félagið. „Við vissum allir um hvað við vorum að spila í þessum leik. Ég veit ekki hvort Abramovich hefði keypt Chelsea ef ég hefði ekki skorað þetta mark en það er allavega ljóst að Meistaradeildin gerði félagið mun fýsilegra," sagði Grönkjær. „Það hefði samt enginn getað ímyndað sér hversu mikla peninga hann kom með inn í félagið. Það bjóst enginn við svona miklum breytingum og svona miklum peningum," sagði Grönkjær. „Við sáum Abramovich við og við þetta fyrsta tímabil. Hann kom stundum inn í búningsklefann án þess að segja orð. Ég vissi ekki einu sinni hvort að hann talaði ensku eða skildi eitthvað sem við vorum að segja," sagði Grönkjær. Grönkjær fór frá Chelsea árið eftir og spilaði með Birmingham, Atletico Madrid og Stuttgart áður en hann fór heim til Danmerkur. „Við vitum að það býst enginn við því að við komust áfram en ef við getum náð góðum úrslitum í Kaupamannhöfn þá eigum við möguleika," sagði Grönkjær um viðureignirnar á móti Chelsea. „Chelsea mun vinna Meistaradeildina einhvern daginn en það er ekki nóg að hafa gott lið því þú þarft líka að hafa heppnina með sér," sagði Grönkjær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Jesper Grönkjær verður í sviðsljósinu með FC Kaupamannahöfn í Meistaradeildinni á morgun en liðið mætir þá hans gömlu félögum í Chelsea í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Grönkjær skoraði á sínum tíma gríðarlega mikilvægt mark fyrir Chelsea á lokadegi 2002-2003 tímabilsins en hann tryggði liðinu þá sigur á Liverpool og jafnframt sæti í Meistaradeildinni. Rússinn Roman Abramovich var á þessum tíma að leita sér að ensku félagi til að kaupa og sagan segir að hann hafi verið að velja á milli Chelsea og Tottenham. Sex vikum eftir að Gronkjær hafði skotið Chelsea inn í Meistaradeildina var Roman búinn að kaupa félagið. „Við vissum allir um hvað við vorum að spila í þessum leik. Ég veit ekki hvort Abramovich hefði keypt Chelsea ef ég hefði ekki skorað þetta mark en það er allavega ljóst að Meistaradeildin gerði félagið mun fýsilegra," sagði Grönkjær. „Það hefði samt enginn getað ímyndað sér hversu mikla peninga hann kom með inn í félagið. Það bjóst enginn við svona miklum breytingum og svona miklum peningum," sagði Grönkjær. „Við sáum Abramovich við og við þetta fyrsta tímabil. Hann kom stundum inn í búningsklefann án þess að segja orð. Ég vissi ekki einu sinni hvort að hann talaði ensku eða skildi eitthvað sem við vorum að segja," sagði Grönkjær. Grönkjær fór frá Chelsea árið eftir og spilaði með Birmingham, Atletico Madrid og Stuttgart áður en hann fór heim til Danmerkur. „Við vitum að það býst enginn við því að við komust áfram en ef við getum náð góðum úrslitum í Kaupamannhöfn þá eigum við möguleika," sagði Grönkjær um viðureignirnar á móti Chelsea. „Chelsea mun vinna Meistaradeildina einhvern daginn en það er ekki nóg að hafa gott lið því þú þarft líka að hafa heppnina með sér," sagði Grönkjær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira