Meira undir en stigin þrjú á Anfield í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2011 10:00 Kenny Dalglish og Alex Ferguson. Mynd/AFP Liverpool fær topplið Manchester United í heimsókn á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 13.30 og það má búast við baráttuleik milli þessara tveggja miklu erkifjenda. Kenny Dalglish þjálfari Liverpool sagði að liðsheildin hefði ráðið úrslitum þegar lið hans kjöldróg lærisveina Alex Ferguson í Manchester United 4-0 á Anfield þann 16. september árið 1990. Peter Beardsley skoraði þrennu fyrir Liverpool sem var taplaust í deildinni og ríkjandi Englandsmeistari. Ferguson var nýbúinn að vinna sinn fyrsta titil með United og búinn að skapa sér örlítið andrými eftir litla uppskeru árin á undan. Tveimur áratugum síðar eru sömu menn í brúnni þegar erkifjendurnir í norðvestur Englandi mætast þótt staða liðanna hafi svo sannarlega breyst. Á tuttugu árum hefur United jafnað Liverpool í fjölda unna Englandsmeistaratitla en bæði lið hafa unnið deildina átján sinnum. United getur því tekið forystuna með sigri í deildinni í vor sem er eitthvað sem stuðningsmenn Liverpool vilja alls ekki að gerist.Dimitar Berbatov skoraði þrennu í fyrri deildarleiknum á móti Liverpool á tímabilinu.Mynd/Nordic Photos/GettyManchester United er í forystusæti deildarinnar en með naumindum þó. Eftir 2-1 tap gegn Chelsea í vikunni er forskotið á Arsenal aðeins 4 stig og Lundúnarliðið getur minnkað bilið í eitt stig með sigri á Sunderland í dag. Þrátt fyrir að spilamennska United hafi verið með ágætum lengst af gegn Chelsea dugði það ekki til þess að vinna sinn fyrsta sigur á Stamford Bridge í níu ár. United hefur raunar gengið illa á útivöllum undanfarið ár og mæta vængbrotnir á Anfield í dag. Nemanja Vidic, sem hefur séð rautt í tapleik á Anfield síðastliðinn tvö ár, lét reka sig útaf gegn Chelsea og verður í leikbanni. Þá er Rio Ferdinand enn meiddur. Það mun að öllum líkindum koma í hlut Chris Smalling og Wes Brown að glíma við sóknarmenn Liverpool. Smalling hefur litið vel út á sínu fyrsta tímabili með United en Brown hefur lítið spilað og aðeins byrjað inná í tveimur deildarleikjum liðsins. Liverpool situr í 6. sæti deildarinnar og er í harðri baráttu um sæti í Evrópudeildinni að ári. Niðurbrotnir stuðningsmenn liðsins tóku gleði sína á nýjan leik með endurkomu Dalglish í janúar en frammistaðan í 3-1 tapi gegn West Ham um síðustu helgi olli vonbrigðum. Litlar líkur eru taldar á því að dýrasti knattspyrnumaður Bretlands, framherjinn Andy Caroll, taki þátt í leiknum en hann er rétt að komast af stað eftir meiðsli.Steven Gerrard fékk rautt spjald frá Howard Webb í síðasta leik á móti Manchester United.Mynd/Nordic Photos/GettyLeikurinn snýst um meira í hugum leikmanna og stuðningsmanna en stigin þrjú. Alex Ferguson hefur margoft sagt viðureignir liðanna stærstu leiki hverrar leiktíðar en fróðlegt verður að sjá hvaða leikmönnum hann treystir best á sunnudaginn. Athygli vakti að Javier Hernández byrjaði gegn Chelsea á kostnað markahæsta manns deildarinnar Dimitar Berbatov. Búlgarinn var á allra vörum að loknum leik liðanna á Old Trafford í haust þar sem hann skoraði þrennu í 3-2 sigri United. Liðin mættust síðast í enska bikarnum í janúar í endurkomuleik Dalglish á Old Trafford. United hafði 1-0 sigur í leik þar sem Steven Gerrard sá rautt. Rauð spjöld á gestaliðið er nánast jafnalgeng sjón og rauði liturinn í búningi heimaliðsins hverju sinni þegar liðin mætast. Það er því óhætt að reikna með að það verði stál í stál þegar Skotarnir Dalglish og Ferguson leiða saman hesta sína á Anfield í dag. Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Liverpool fær topplið Manchester United í heimsókn á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 13.30 og það má búast við baráttuleik milli þessara tveggja miklu erkifjenda. Kenny Dalglish þjálfari Liverpool sagði að liðsheildin hefði ráðið úrslitum þegar lið hans kjöldróg lærisveina Alex Ferguson í Manchester United 4-0 á Anfield þann 16. september árið 1990. Peter Beardsley skoraði þrennu fyrir Liverpool sem var taplaust í deildinni og ríkjandi Englandsmeistari. Ferguson var nýbúinn að vinna sinn fyrsta titil með United og búinn að skapa sér örlítið andrými eftir litla uppskeru árin á undan. Tveimur áratugum síðar eru sömu menn í brúnni þegar erkifjendurnir í norðvestur Englandi mætast þótt staða liðanna hafi svo sannarlega breyst. Á tuttugu árum hefur United jafnað Liverpool í fjölda unna Englandsmeistaratitla en bæði lið hafa unnið deildina átján sinnum. United getur því tekið forystuna með sigri í deildinni í vor sem er eitthvað sem stuðningsmenn Liverpool vilja alls ekki að gerist.Dimitar Berbatov skoraði þrennu í fyrri deildarleiknum á móti Liverpool á tímabilinu.Mynd/Nordic Photos/GettyManchester United er í forystusæti deildarinnar en með naumindum þó. Eftir 2-1 tap gegn Chelsea í vikunni er forskotið á Arsenal aðeins 4 stig og Lundúnarliðið getur minnkað bilið í eitt stig með sigri á Sunderland í dag. Þrátt fyrir að spilamennska United hafi verið með ágætum lengst af gegn Chelsea dugði það ekki til þess að vinna sinn fyrsta sigur á Stamford Bridge í níu ár. United hefur raunar gengið illa á útivöllum undanfarið ár og mæta vængbrotnir á Anfield í dag. Nemanja Vidic, sem hefur séð rautt í tapleik á Anfield síðastliðinn tvö ár, lét reka sig útaf gegn Chelsea og verður í leikbanni. Þá er Rio Ferdinand enn meiddur. Það mun að öllum líkindum koma í hlut Chris Smalling og Wes Brown að glíma við sóknarmenn Liverpool. Smalling hefur litið vel út á sínu fyrsta tímabili með United en Brown hefur lítið spilað og aðeins byrjað inná í tveimur deildarleikjum liðsins. Liverpool situr í 6. sæti deildarinnar og er í harðri baráttu um sæti í Evrópudeildinni að ári. Niðurbrotnir stuðningsmenn liðsins tóku gleði sína á nýjan leik með endurkomu Dalglish í janúar en frammistaðan í 3-1 tapi gegn West Ham um síðustu helgi olli vonbrigðum. Litlar líkur eru taldar á því að dýrasti knattspyrnumaður Bretlands, framherjinn Andy Caroll, taki þátt í leiknum en hann er rétt að komast af stað eftir meiðsli.Steven Gerrard fékk rautt spjald frá Howard Webb í síðasta leik á móti Manchester United.Mynd/Nordic Photos/GettyLeikurinn snýst um meira í hugum leikmanna og stuðningsmanna en stigin þrjú. Alex Ferguson hefur margoft sagt viðureignir liðanna stærstu leiki hverrar leiktíðar en fróðlegt verður að sjá hvaða leikmönnum hann treystir best á sunnudaginn. Athygli vakti að Javier Hernández byrjaði gegn Chelsea á kostnað markahæsta manns deildarinnar Dimitar Berbatov. Búlgarinn var á allra vörum að loknum leik liðanna á Old Trafford í haust þar sem hann skoraði þrennu í 3-2 sigri United. Liðin mættust síðast í enska bikarnum í janúar í endurkomuleik Dalglish á Old Trafford. United hafði 1-0 sigur í leik þar sem Steven Gerrard sá rautt. Rauð spjöld á gestaliðið er nánast jafnalgeng sjón og rauði liturinn í búningi heimaliðsins hverju sinni þegar liðin mætast. Það er því óhætt að reikna með að það verði stál í stál þegar Skotarnir Dalglish og Ferguson leiða saman hesta sína á Anfield í dag.
Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira