Innlent

Stór rækjubátur sigldi á 15 tonna línubát

Minnstu munaði að alvarlegt slys yrði, þegar rækjubáturinn Siglunes, sem er á annað hundrað tonna stálbátur, sigldi á rúmlega sjö mílna hraða á línubátinn Jonna, norður af Siglufirði í gær.

Sjómennirnir tveir á Jonna, sem er 15 tonna plastbátur, voru þá að draga línuna og urðu ekki varir við Siglunes fyrr en rétt fyrir áreksturinn.

Töluverðar skemmdir urðu á Jonna, en sjómennina sakaði ekki. Ekki kom þó leiki að honum og héldu bátarnir báðir inn til Siglufjarðar, þar sem lögregla tók skýrslu af skipverjum, en Siglunesið hélt aftur til veiða. Jonni kemst ekki út fyrr en að viðgerð lokinni.

Rannsóknanefnd sjóslysa hefur málið nú til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×