Innlent

Mikill sandur í hafnarmynni Landeyjahafnar

MYND/Arnþór
Mikill sandur hefur safnast fyrir framan hafnarmynni Landeyjahafnar og er dýpið þar aðeins þrír metrar, en þarf að vera sex metrar svo höfnin nýtist Herjólfi. 

Þessvegna hefur hann siglt til Þorlákshafnar að undanförnu og verður svo í náinni framtíð. Talið er að dæla þurfi 20 þúsund rúmmetrum af sandi úr hafnarmynninu, sem tekur fimm til sex daga  við góð skilyrði. Miðað við veðurspá getur dæling að líkindum ekki hafist fyrr en eftir næstu mánaðamót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×