Enski boltinn

Barcelona njósnar um Bale

Bale í leiknum gegn Villa.
Bale í leiknum gegn Villa.
Barcelona er ekki búið að missa áhugann á Gareth Bale, leikmanni Tottenham. Njósnarar frá félaginu voru staddir á leik Spurs og Aston Villa í þeim tilgangi að fylgjast með Bale.

Pep Guardiola, þjálfari Barca, er afar hrifinn af Bale og mun hugsanlega gera tilboð í leikmanninn næsta sumar.

Slíkt hið sama gæti Real Madrid og Inter gert. Leikmaðurinn verður þó ekki ókeypis en talið er að Spurs sé búið að setja 45 milljón punda verðmiða á leikmanninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×