Innlent

Kapall brann yfir - rafmagnslaust á Akureyri í hálftíma

Kapallinn brann yfir og í kjölfarið sló rafmagnið út.
Kapallinn brann yfir og í kjölfarið sló rafmagnið út. Mynd Norðurorka - no.is
Rafmagnslaust varð í þorpinu á Akureyri um klukkan hálf níu í gærkvöldi, og varði straumleysið í um 30 mínútur. Ástæðan var að 11 þúsund volta kapall brann í spennistöð við Urðargil.

Þegar starfsmenn Norðurorku komu í spennistöðina var nokkur reykur í henni og var slökkviliðið kallað út til að reykræsta stöðina. Eftir að mesti reykurinn hafði verið blásið út gátu starfsmenn Norðurorku komið rafmagni á aftur. Skemmdir urðu ekki teljandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×