Enski boltinn

Marklínutækni hugsanlega notuð í enska boltanum næsta vetur

Frank Lampard skoraði fullkomlega löglegt mark gegn Þjóðverjum á HM. Dómarinn sá boltann ekki fara inn og því var ekki dæmt mark. Eftir þetta atvik fór umræðan um marklínutækni á mikið flug.
Frank Lampard skoraði fullkomlega löglegt mark gegn Þjóðverjum á HM. Dómarinn sá boltann ekki fara inn og því var ekki dæmt mark. Eftir þetta atvik fór umræðan um marklínutækni á mikið flug.
Enska knattspyrnusambandið hefur greint frá því að til greina komi að nota marklínutækni strax næsta vetur. Sambandið er að prófa hinar ýmsu útgáfur af tækninni og sé sambandið fyllilega ánægt með einhverja útgáfuna mun það fara í breyta knattspyrnulögunum á Englandi.

"Ég held að marklínutækni myndi bæta leikinn mikið. Við höfum verið á þeirri skoðun lengi að þessi tækni yrði góð viðbót við vopnabúr dómaranna," sagði Alex Horne hjá enska knattspyrnusambandinu.

Knattspyrnusambandið er að prófa níu útgáfur þessa dagana og lokaákvörðun um málið verður tekin næsta sumar.

"Það er mögulegt að við byrjum að nota þessa tækni strax næsta vetur. Það er ekki alltaf auðvelt fyrir dómarana að sjá hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki. Við þurfum að hjálpa þeim."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×