Enski boltinn

Everton ætlar að endurgreiða stuðningsmönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þessi stuðningsmaður Everton vill losna við Kenwright.
Þessi stuðningsmaður Everton vill losna við Kenwright. Nordic Photos / Getty Images
Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton, hefur staðfest að félagið muni endurgreiða þeim stuðningsmönnum sem keyptu treyju liðsins í sumar með nöfnum þeirra Mikel Arteta og Jermaine Beckford.

Báðir voru seldir frá félaginu á lokadegi félagaskiptagluggans í síðasta mánuði. Arteta fór til Arsenal og Beckford til Leicester en Everton fékk samtals 14 milljónir punda í kassann vegna þessa.

„Það eru þó nokkrir stuðningsmenn, þar af margir með börn, sem keyptu treyjur með þessum nöfnum búnir að hafa samband við mig.“

„Báðir fóru þeir á síðustu mögulegu stundu frá félaginu. Þar sem aðstæður eru óvenjulegar vil ég gæta sanngirni og endurgreiða þeim stuðningsmönnum sem eyddu peningunum sínum í þessi kaup.“

Kenwright er ekki sá vinsælasti hjá stuðningsmönnum Everton en félagið á í miklum fjárhagslegum erfiðleikum og hefur ekki keypt leikmenn í langan tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×