Enski boltinn

Rodgers vill sigra fyrir látinn föður sinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Swansea, vill bera sigurorð af west Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag til að heiðra minningu föður síns sem lést í síðustu viku.

Rodgers missti af leik sinna manna gegn Arsenal um síðustu helgi þar sem hann var við dánarbeð föður síns.

„Það skipti mig meira máli að halda í hönd föður míns,“ sagði Rodgers við enska fjölmiðla. „Knattspyrna er yndisleg íþrótt en ekkert skiptir meira máli í þessu lífi en fjölskyldan.“

„Það var auðvitað leiðinlegt að missa af leiknum á Emirates en ég er vongóður um að Swansea fái marga leiki til viðbótar á þessum velli.“

„Síðustu dagar hafa verið erfiðir en ég er með hugann algerlega við starfið. Swansea hefur verið mér sem yndisleg fjölskylda, bæði sem borg og knattspyrnufélag. Maður áttar sig vel á því á slíkum stundum.“

„Ég vil gera föður minn stoltan með því að vinna í ag fyrsta sigur Swansea í ensku úrvalsdeildinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×