Þær Danka Podovac og Vesna Smiljkovic, sem eru íslensku knattspyrnuáhugafólki vel kunn, fóru mikinn er Serbía gerði sér lítið fyrir og náði 2-2 jafntefli gegn Englandi í undankeppni EM 2013 í dag.
Ísland vann 3-1 sigur á Noregi í sömu keppni í dag en ein óvæntustu úrslit dagsins er England, sem lék til úrslita á EM í Finnlandi árið 2009, missti 2-0 forystu í jafntefli gegn Serbum.
Englendingar komust í 2-0 í fyrri hálfleik áður en Podovac minnkaði metin með marki beint úr aukaspyrnu.
Smiljkovic skoraði svo jöfnunarmarkið mikilvæga í uppbótartíma og tryggði sínu liði þar með dýrmætt stig í undankeppninni.
Báðar komu þær til ÍBV fyrir tímabilið en fyrstu árin hér á landi léku þær með Keflavík. Smiljkovic kom árið 2005 en Podovac ári síðar.
Smiljkovic lék svo með Þór/KA í tvö tímabil en Podovac hefur einnig leikið með Fylki og Þór/KA hér á landi.
Eyjastúlkurnar Podovac og Smiljkovic tryggðu Serbíu jafntefli gegn Englandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn




Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti


ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni
Íslenski boltinn