Enski boltinn

Cleverly er þakklátur Martinez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Cleverley fagnar með félögum sínum í United.
Tom Cleverley fagnar með félögum sínum í United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tom Cleverley hefur stimplað sig inn á miðjuna hjá Manchester United í fyrstu leikjum tímabilsins og hann þakkar Roberto Martinez, stjóra Wigan, fyrir framfarir sínar sem knattspyrnumanns.

Cleverley var í láni hjá Wigan á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að halda sér í ensku úrvalsdeildinni. Hann fór sömu leið og Jack Wilshere hjá Arsenal sem blómstraði í fyrra eftir að hafa farið á láni til Bolton.

Tom Cleverley byrjaði reyndar á bekknum í leiknum um Samfélagsskjöldinn en kom inn á í hálfleik og átti stóran þátt í því að United vann upp tveggja marka forskot Manchester City og tryggði sér 3-2 sigur. Síðan þá hefur Cleverley verið í byrjunarliðinu hjá United.

„Roberto Martinez á skilið mikið hrós því hann hjálpaði mér gríðarlega mikið. Það var góð reynsla fyrir mig að spila með Wigan og kom mér vel þegar ég kom aftur til United," sagði hinn 22 ára gamli Tom Cleverley.

„Ég mun líka alltaf fylgjast vel með úrslitunum hjá Wigan í vetur," sagði Tom Cleverley sem skroaði 4 mörk og gaf 2 stoðsendingar í 25 leikjum með Wigan í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×