Enski boltinn

Manchester United aftur á toppinn - þrenna hjá Rooney

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og félagar fagna í kvöld.
Wayne Rooney og félagar fagna í kvöld. Mynd/AP
Manchester United er komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir 5-0 stórsigur á Bolton á útivelli í kvöldleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Nágrannarnir í Manchester City komust tímabundið á toppinn eftir 3-0 sigur á Wigan fyrr í dag.

Wayne Rooney skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð og hefur þar með skorað átta mörk í fyrstu fjórum leikjum Manchester United á þessu tímabili. Rooney er markahæstur í deildinni með tveggja marka forskot á City-mennina Sergio Agüero og Edin Dzeko.

Javier Hernández kom inn í byrjunarliðið hjá United í fyrsta sinn á tímabilinu og var búinn að koma United í 1-0 eftir fimm mínútur eftir sendingu frá Nani. Wayne Rooney skoraði síðan tvö mörk með fimm mínútna millibili en bæði komu þau af stuttu færi eftir undirbúning frá varnarmanninum Phil Jones.

Manchester United var komið í 3-0 eftir 25 mínútna leik og það var því ljóst að annar stórsigur United-liðsins í röð var í sjónmáli.

Javier Hernández skoraði fjórða mark United á 59. mínútu og Wayne Rooney innsiglaði síðan þrennuna sína með laglegu skoti á 68. mínútu.

Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×