Enski boltinn

Rooney: Hefðum getað skorað fleiri mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney skorar fyrsta markið sitt á móti Bolton.
Wayne Rooney skorar fyrsta markið sitt á móti Bolton. Mynd/AP
Wayne Rooney skoraði þrennu annan leikinn í röð þegar Manchester United vann 5-0 sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og hefur þar með skorað átta mörk í fyrstu fjórum umferðunum.

„Við vitum að það er alltaf erfitt að koma til Bolton. Við skoruðum hinsvegar snemma, hömruðum járnið á meðan það var heitt og hefðum getað skorað fleiri mörk," sagði Wayne Rooney.

Hann varð aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem nær því að skora þrennu í tveimur leikjum í röð en hinir eru Les Ferdinand, Ian Wright og Didier Drogba.

„Þetta var fyrsti leikurinn sem við Chicharito byrjum saman í á þessu tímabili og það var frábært að við skyldum skora báðir," sagði Rooney.

„Ég fékk góða hvíld í sumar og náði góðu undirbúningstímabili. Ég hef líka verið laus við meiðsli og það hefur hjálpað mér í að byrja tímabilið svona vel," sagði Rooney.

Wayne Rooney hefur skoraði í öllum fjórum deildarleikjum United á leiktíðinni. Hann skoraði eitt mark í 2-1 útisigri á West Bromwich Albion, eitt mark í 3-0 heimasigri á Tottenham, þrennu í 8-2 heimasigri á Arsenal og loks þrennu í5-0 útisigri á Bolton í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×