Enski boltinn

Eiður Smári aftur í byrjunarliði Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen Mynd/Nordic Photos/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen heldur sæti sínu í byrjunarliði Fulham sem tekur á móti Bolton á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður stóð sig vel á móti Wolves um síðustu helgi en það var fyrsti leikur hans í byrjunarliði Fulham.

Eiður Smári spilaði fyrstu 68 mínúturnar í 1-1 jafntefli á móti Úlfunum og var nokkrum sinnum nálægt því að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Eiður hafði komið inn á sem varamaður í öllum 9 deildarleikjum sínum á tímabilinu með Stoke og Fulham.

Það verður því Íslendingaslagur í kvöld því Grétar Rafn Steinsson er að sjálfsögðu í byrjunarliðinu hjá Bolton en Bolton-menn eru hinsvegar án Daniel Sturridge sem er meiddur á ökkla.



Byrjunarliðin á Craven CottageFulham: Schwarzer, Baird, Hangeland, Hughes, Salcido, Eiður Smári Guðjohnsen, Sidwell, Murphy, Dempsey, Davies, Dembele.

Varamenn: Stockdale, Kelly, Johnson, Senderos, Etuhu, Kakuta, Zamora.

Bolton: Jaaskelainen, Grétar Rafn Steinsson, Cahill, Knight, Robinson, Lee, Muamba, Cohen, Taylor, Elmander, Kevin Davies.

Varamenn: Bogdan, Petrov, Gardner, Klasnic, Moreno, Blake, Wheater.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×