Fótbolti

Liðsfélagi Guðlaugs Victors handtekinn fyrir líkamsárás

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Graham Stack.
Graham Stack. Mynd/AFP
Skoska félagið Hibernian er mikið í fréttum þessa dagana. Fyrst rak félagið þjálfarann  Colin Calderwood og nú síðast var markvörðurinn Graham Stack handtekinn fyrir að ráðast á mann á næturklúbbi í London.

Hinn þrítugi Graham Stack réðst á mann á þrítugsaldri á aðfaranótt mánudagsins og sá hinn sami endaði inn á sjúkrahúsi með áverka á andliti. Stack var færður niður á lögreglustöð en var sleppt gegn tryggingu eftir yfirheyrslur.  

Graham Stack er Íri og hóf ferill sinn á sínum tíma hjá Arsenal. Hann spilaði með

Reading og Plymouth áður en hann kom til Hibernian árið 2009. Stack hefur spilað alla leiki Hibs á tímabilinu og hefur náð þrisvar sinnum að halda hreinu í fjórtán leikjum.

Íslenska 21 árs landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson hefur spilað með Hibernian síðan í janúar en hefur reyndar þurft að verma bekkinn í síðustu leikjum. Næst á dagskrá hjá Guðlaugi er landsleikur á móti Englandi í undankeppni EM 21 árs landsliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×