Enski boltinn

Meireles elskar að spila fyrir Dalglish

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Meireles er búinn að skora fimm mörk fyrir Liverpool.
Meireles er búinn að skora fimm mörk fyrir Liverpool. Getty Images
Portúgalinn Raul Meireles, miðvallaleikmaður Liverpool, elskar að leika fyrir knattspyrnustjórann Kenny Dalglish.

Þessi 27 ára leikmaður hefur verið iðinn við kolann í markaskorun að undanförnu og segist fá meira traust hjá Dalglish en fyrrum stjóra liðsins, Roy Hodgson, sem keypti hann í sumar.

„Ég veit ekki af hverju en ég held að Hodgson hafi ekki verið sérstaklega vel við mig. Dalglish er nánari leikmönnum og talar meira við okkur á æfingum. Sambandið á milli leikmanna og þjálfara er beinna. Hodgson er þjálfari af gamla skólanum og bar virðingu fyrir leikmönnum. Meiðsli og slæm byrjun á tímabilinu eyðilagði vinnuna með honum," segir Meireles.

Portúgalinn skotvissi var keyptur til Liverpool á 11,5 milljónir punda í sumar frá Porto og hefur slegið í gegn meðal stuðningsmanna Liverpool sem mætir West Ham í ensku deildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×