Enski boltinn

West Ham af botninum eftir sigur gegn Liverpool

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Liðsmenn West Ham fagna marki Demba Ba.
Liðsmenn West Ham fagna marki Demba Ba. Mynd/Getty Images
West Ham vann frábæran sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, 3-1. Heimamenn í West Ham voru sterkari aðilinn og áttu sigurinn fyllilega skilinn.

Scott Parker kom West Ham yfir með frábæru mark 22. mínútu leiksins. Hann tók skemmtilegan þríhyrning við hinn þýska Thomas Hitzlsperger og skoraði stöngina inn. Rétt fyrir leikhlé tvöfölduðu heimamenn forystuna og þar var að verki Demba Ba með frábærum skalla.

Glen Johnson minnkaði muninn fyrir Liverpool á 84. mínútu af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Luis Suárez. Það dugði hins vegar skammt því Carlton Cole innsiglaði sigur heimamanna í uppbótatíma og Avram Grant, knattspyrnustjóri West Ham, trylltist af fögnuði á hliðarlínunni.

Með sigrinum er West Ham komið með 28 stig og færist upp í 18. sætið mótinu. Þeir Raul Meireles og Stephen Kelly urðu báðir að fara af velli í Liverpool vegna meiðsla sem er mikil blóðtaka fyrir Liverpool sem er í baráttu um Evrópusæti.

West Ham 3-1 Liverpool

1-0 Scott Parker ('22)

2-0 Demba Ba ('45)

2-1 Glen Johnson ('84)

3-1 Carlton Cole ('90)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×