Enski boltinn

Capello ætlar ekki að velja Beckham í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham í leik með LA Galaxy.
David Beckham í leik með LA Galaxy. Nordic Photos / Getty Images
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að það sé ólíklegt að hann muni velja David Beckham aftur í landsliðið og að hann áætli ekki að nota hann á EM næsta sumar.

Beckham á að baki 116 landsleiki með Englandi en aðeins markvörðurinn Peter Shilton á fleiri landsleiki að baki, alls 125.

Hann er nú á mála hjá LA Galaxy í Bandaríkjunum en liðið leikur til úrslita í MLS-deildinni nú um helgina. Samningur hans við félagið er að renna út og er talið líklegt að hann muni næst ganga til liðs við PSG í Frakklandi.

Capello var spurður hvort að Beckham ætti möguleika á að komast í EM-hóp Englands. „Nei, ég held að hann taki þátt í Ólympíuleikunum,“ svaraði Capello. „En ég veit það ekki. Ég þarf ekki að ákveða þetta núna. En hann er ekki í mínum plönum.“

Capello hefur ekki íhugað hvort að Beckham gæti komið að þátttöku Englands á EM 2012 með öðrum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×