Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvö mörk fyrir KR í gær í 3-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks í leik liðanna í 1. umferð Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum.
Í frétt á heimasíðu KR-inga kemur fram að Kjartan Henry sé búinn að skora 41 mark í 86 meistaraflokksleikjum fyrir KR og hafi þarna komist upp fyrir þjálfarann sinn Rúnar Kristinsson. Kjartan hefur nú skoraði jafn mörg mörk fyrir KR og Veigar Páll Gunnarsson.
Kjartan Henry skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 7. mínútu og það seinna gerði hann á 35. mínútu með þrumuskoti rétt fyrir utan vítateigslínuna. Kjartan átti möguleika á því að innsigla þrennuna þegar hann skaut í stöng á 76. mínútu.
Kjartan Henry skoraði 4 mörk í fyrstu 27 leikjum sínum í efstu deild en hefur nú skorað 8 mörk í síðustu 11 leikjum sínum.
Kjartan Henry fór upp fyrir Rúnar þjálfara í gær
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
