Tjónið af völdum dekkjaárásanna sem gerðar voru í nótt hleypur á hundruðum þúsunda. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag var stungið á hátt í þrjátíu dekk í Vesturbænum síðustu nótt. Lögreglan hafði fengið um 26 tilkynningar rétt fyrir klukkan tvö í dag og var búist við því að þeim myndi fjölga.
Bifreiðarnar voru á Melunum, við Sundlaug Vesturbæjar og við Hofsvallagötu, Sóleyjargötu og víðar. Eftir því sem Vísir kemst næst kostar dekk á fólksbifreið um 10-15 þúsund krónur. Á sumum bílum var skorið á fleiri en eitt dekk. Því er ljóst að tjónið sem skemmdarvargurinn, eða skemmdarvargarnir, hafa valdið er verulegt.
Tjónið nemur hundruðum þúsunda
Jón Hákon Halldórsson skrifar
