Enski boltinn

Anderson frá fram í febrúar

Anderson í leiknum gegn Galati.
Anderson í leiknum gegn Galati.
Man. Utd varð fyrir áfalli í dag þegar ljóst varð að miðjumaðurinn Anderson yrði frá fram í febrúar vegna meiðsla. Er ekki á bætandi þar sem Tom Cleverley er einnig meiddur.

Cleverley er þó á batavegi og gæti snúið aftur fyrir jól og tekið þátt í jólatörninni með United.

Anderson meiddist í Meistaradeildarleiknum gegn Otelul Galati í byrjun mánaðarins. Þá héldu menn í fyrstu að Brasilíumaðurinn yrði ekki lengi frá en annað hefur nú komið í ljós.

Hnéð er illa farið á miðjumanninum sem er farinn til Portúgal þar sem hann hittir sérfræðing vegna meiðslanna.

Anderson og Cleverley voru frábærir á miðjunni hjá Man. Utd í upphafi leiktíðar og fjarvera þeirra hefur haft sín áhrif á liðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×