Enski boltinn

Wilshere snýr aftur í lok janúar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, býst við því að miðjumaðurinn Jack Wilshere verði aftur klár í slaginn í lok janúar en leikmaðurinn er meiddur á ökkla.

"Strákurinn er á réttri leið en þetta tekur tíma. Það er ekki möguleiki að hann spili fyrr en í fyrsta lagi í lok janúar," sagði Wenger.

Wilshere mun byrja að spila með varaliði félagsins einhvern tímann í janúar og Wenger mun ekki setja of mikið álag á hann of snemma.

Wenger hefur gengið ágætlega án Wilshere því Arsenal er á gríðarlegri siglingu eftir að hafa byrjað tímabilið hörmulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×