Fótbolti

Handtekinn fyrir að hagræða úrslitum leikja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alex de Souza, leikmaður Fenerbahce. Mynd. / AFP.
Alex de Souza, leikmaður Fenerbahce. Mynd. / AFP.
Forseti Fenerbahce, Aziz Yildirim, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa hagrætt úrslitum í tyrknesku deildinni, en hann var ekki sá eini innan klúbbsins sem var færður til yfirheyrslu.

Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að yfir 40 manns hafi verið færðir til yfirheyrslu vegna málsins bæði talsmenn tyrkneskra félaga sem og leikmenn.

Þeir sem koma að málinu eiga hafa hagrætt úrslitum í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en Fenerbahce hefur staðfest það á heimasíðu félagsins að Aziz Yildirim sé á bakvið lás og slá.

Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur einnig gefið frá sér yfirlýsingu varðandi málið en í henni segir að sambandið hafið fylgst grannt með nokkrum félögum í dágóða stund.

Fenerbahce varð tyrkneskur meistari á síðustu leiktíð og því spurning hvort félagið fái að halda meistaratitlinum eða fái enn harðari refsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×