Eru KSÍ og HSÍ að rífast um Birnu Berg? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2011 11:45 Birna Berg Haraldsdóttir. Mynd/Hag Birna Berg Haraldsdóttir hefur verið valin í tvö landslið í sitthvorri boltagreininni og í verkefni sem rekast á. Ágúst Þór Jóhannsson A-landsliðsþjálfari í handbolta valdi hana í liðið sitt fyrir æfingamót í Póllandi sem fer fram 23. til 25. september í Póllandi en áður hafi Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu, valið hana í hópinn sem leikur í undankeppni EM hér á landi 17. til 22. september. Birna Berg er aðeins 18 ára gömul, fædd 21. júní 1993 og hún er þegar orðin lykilmaður í sínum liðum, bæði í handbolta og fótbolta. Birna Berg spilar sem örvhent skytta hjá Fram í handboltanum og var valin efnilegasti leikmaðurinn í N1 deild kvenna á síðustu leiktíð. Í sumar hefur hún farið á kostum í marki nýliða ÍBV í Pepsi-deild kvenna sem hafa tryggt sér þriðja sætið í deildinni. Birna Berg hefur haldið marki sínu ellefu sinnum hreinu og hefur aðeins fengið á sig 11 mörk í 17 leikjum. Birna Berg gæti jafnvel orðið fyrsti leikmaðurinn sem er ríkjandi efnilegasti leikmaðurinn bæði í handbolta og knattspyrnu verði hún líka kosin efnilegust í Pepsi-deild kvenna á lokahófi KSÍ í haust. Það er ljóst að Birna Berg getur ekki verið á tveimur stöðum í einu og það líður aðeins tæpur sólarhringur frá því að 19 ára landsliðið leikur sinn síðasta leik í undankeppni EM á móti Wales á Fylkisvelli þar til að handboltalandsliðið leikur sinn fyrsta leik í Chorzow í Póllandi. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Birna Berg Haraldsdóttir hefur verið valin í tvö landslið í sitthvorri boltagreininni og í verkefni sem rekast á. Ágúst Þór Jóhannsson A-landsliðsþjálfari í handbolta valdi hana í liðið sitt fyrir æfingamót í Póllandi sem fer fram 23. til 25. september í Póllandi en áður hafi Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu, valið hana í hópinn sem leikur í undankeppni EM hér á landi 17. til 22. september. Birna Berg er aðeins 18 ára gömul, fædd 21. júní 1993 og hún er þegar orðin lykilmaður í sínum liðum, bæði í handbolta og fótbolta. Birna Berg spilar sem örvhent skytta hjá Fram í handboltanum og var valin efnilegasti leikmaðurinn í N1 deild kvenna á síðustu leiktíð. Í sumar hefur hún farið á kostum í marki nýliða ÍBV í Pepsi-deild kvenna sem hafa tryggt sér þriðja sætið í deildinni. Birna Berg hefur haldið marki sínu ellefu sinnum hreinu og hefur aðeins fengið á sig 11 mörk í 17 leikjum. Birna Berg gæti jafnvel orðið fyrsti leikmaðurinn sem er ríkjandi efnilegasti leikmaðurinn bæði í handbolta og knattspyrnu verði hún líka kosin efnilegust í Pepsi-deild kvenna á lokahófi KSÍ í haust. Það er ljóst að Birna Berg getur ekki verið á tveimur stöðum í einu og það líður aðeins tæpur sólarhringur frá því að 19 ára landsliðið leikur sinn síðasta leik í undankeppni EM á móti Wales á Fylkisvelli þar til að handboltalandsliðið leikur sinn fyrsta leik í Chorzow í Póllandi.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn