Enski boltinn

Hart fékk nýjan samning hjá City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Hart, markvörður Manchester City.
Joe Hart, markvörður Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Joe Hart hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester City samkvæmt fréttavef Sky Sports. Talið er að samningurinn gildi næstu fimm árin.

Fyrr í sumar var greint frá því að til stæði að Hart myndi fá nýjan samning hjá City en tímabilið í Englandi hefst með formlegum hætti á sunnudaginn þegar að City mætir Manchester United í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn á Wembley.

Fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að forráðamenn City hafi mögulega þrefaldað Hart í launum og að hann sé nú með um 90 þúsund pund á viku.

Hart er 24 ára gamall og kom til City árið 2006. Hann hefur verið lánaður til nokkurra félaga síðan þá en vann sér fast sæti í byrjunarliði City á síðustu leiktíð og hélt þá marki sínu hreinu oftast allra markvarða í deildinni.

City varð bikarmeistari á síðustu leiktíð og varð í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×