Fótbolti

Sabella ráðinn nýr landsliðsþjálfari Argentínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alejandro Sabella er nýr landsliðsþjálfari Argentínu.
Alejandro Sabella er nýr landsliðsþjálfari Argentínu. Nordic Photos / AFP
Alejandro Sabella hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Argentínu í stað Sergio Batista sem var nýverið rekinn úr starfi hjá argentínska knattspyrnusambandinu.

Argentína átti slæmu gengi að fagna á Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, í síðasta mánuði og var Batista rekinn að henni lokinni.

Fljótlega eftir það greindi forseti sambandsins frá því að Sabella væri efstur á óskalistanum og kom það því fáum á óvart að hann hafi á endanum verið ráðinn.

Sabella er 56 ára gamall og var nýbúinn að ráða sig til Al-Jazira í Abu Dhabi. Hann hætti hins vegar snarlega við til að geta tekið við landsliðinu. Samningur hans gildir fram yfir HM 2014 sem haldið verður í Brasilíu.

Sabella var aðstoðarþjálfari hjá landsliðinu frá 1994 til 1998 og lék sjálfur fjóra leiki með Argentínu. Hann þjálfaði Estudiantes frá 2009 til febrúar á þessu ári og náði góðum árangri með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×