Enski boltinn

Terry búinn að fara í yfirheyrslu hjá lögreglunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry.
John Terry. Mynd/Nordic Photos/Getty
Breska lögreglan hefur nú lokið yfirheyrslu yfir John Terry, fyrirliða Chelsea, vegna meints kynþáttarnýðs hans gagnvart Anton Ferdinand, leikmanni QPR, í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

BBC og Sky News sögðu frá því að John Terry hafi farið á fund lögreglunnar á föstudaginn en leikmaðurinn hefur alla tíð neitað því að hafa látið svona ljót orð falla í æsingnum sem varð í umræddum leik sem QPR vann 1-0.

Mynbandsupptökur frá leiknum sem birtust á netinu bentu hinsvegar til annars því þar sást Terry nota umrædd ljót orð. Terry varði sig með því að segja að hann hafi þar aðeins verið að spyrja Ferdinand hvort að hann hafi héldi sig nokkuð hafi verið með eitthvað kynþáttarnýð í gangi.

Terry segist hafa ætlað að leiðrétta þann misskilning. Það hafi fokið í hann að vita af einhverju slíku rugli í gangi því að hann notaði aldrei slíkt orðalag. Terry taldi líka þessu máli vera lokið eftir að hann ræddi við Anton Ferdinand í búningsklefanum eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×