Eyjólfur Héðinsson skoraði eitt marka Sönderjyske í 3-1 sigri á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og það mark er eitt af fimm mörkum sem koma til greina sem fallegasta mark helgarinnar.
Það er hægt að fara inn á vef danska ríkissjónvarpsins (sjá hér) þar sem bæði er hægt að skoða fimm flottustu mörkin í 17. umferðinni sem og að kjósa hver á það fallegasta.
Mark Eyjólfs var einkar laglegt en hann átti þá frábært hlaup af miðjunni, stakk sér inn í teiginn og skallaði boltann laglega yfir markvörð Lyngby.
Þetta var fjórða deildarmark Eyjólfs í 14 leikjum á tímabilinu en jafnframt það fyrsta síðan 11. september. Sigurinn kom Sönderjyske upp í níunda sæti deildarinnar.
Fimm fallegustu mörk 17. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar:
1. Henrik Hansen, Sönderjyske (Sönderjyske - Lyngby 3-1)
2. Simon Christoffersen, HB Köge (FCK - HB Køge 2-1)
3. Henrik Kildentoft, FCN (Silkeborg - FC Nordsjælland 1-2)
4. Eyjólfur Héðinsson, Sönderjyske (Sönderjyske - Lyngby 3-1)
5. Martin Jörgensen, AGF (AaB-AGF - 0-2)
Mark Eyjólfs kemur til greina sem mark helgarinnar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn



Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


