Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Chelsea gerði góð kaup í Juan Mata

Juan Mata leikmaður Chelsea lék stórt hlutverk í 3-0 sigri liðsins gegn Wolves um helgina í ensku úrvalsdeildinni. Spánverjinn skrifaði undir fimm ára samning við enska liðið s.l. sumar. Mata var umfjöllunarefni í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport þar sem að Rúnar Kristinsson þjálfari KR var gestur þáttarins.

„Chelsea gerði góð kaup í Mata, hann er smátt og smátt að komast betur inn í þetta. Það hefur tekið hann smá tíma að venjast „tempóinu" og hörkunni þarna. Hann er farinn að spila miklu betur," sagði Rúnar m.a í þættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×