Enski boltinn

Shearer: Af hverju hringdir þú ekki Speedo?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Shearer og Gary Speed.
Alan Shearer og Gary Speed. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alan Shearer er einn þeirra sem var góður vinur Gary Speed og hefur tjáð sig opinberlega um fráfall velska landsliðsþjálfarans. Shearer skilur ekki frekar en aðrir af hverju Speed svipti sig lífi.

„Af hverju hringdir þú ekki í mig eða einhvern af vinunum þínum ef þér leið svona illa?," spyr Alan Shearer í pistli sínum í The Sun. „Sjáumst um næstu helgi" var það síðasta sem Gary Speed sagði við Shearer á laugardaginn. Morguninn eftir var hann allur.

„Ég veit það að eigin raun að Gary Speed var sá maður sem maður gat alltaf leitað til með sín vandamál. Hann bauð alltaf góð ráð eða öxl til styðjast við. Ekkert vandamál var of stórt fyrir hann," sagði Shearer.

„Það var ekkert sem benti til þess að það væri eitthvað að. Hann var bara eins og hann átti að sér að vera, vinalegur og gamansamur. Við töluðum um að fara saman með fjölskyldum okkar í frí til Portúgals næsta sumar alveg eins og við gerðum í ár," sagði Shearer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×