Fótbolti

Eiður Smári er fótbrotinn - frá í fjóra mánuði

Eiður Smári bíður hér eftir því að verða settur á hnjaskvagninn í kvöld.
Eiður Smári bíður hér eftir því að verða settur á hnjaskvagninn í kvöld. mynd/aek365.gr
Ótti forráðamanna AEK Aþenu var staðfestur áðan er í ljós kom að Eiður Smári Guðjohnsen fótbrotnaði í leiknum gegn Olympiakos sem fram fór fyrr í kvöld. Eiður Smári fer í aðgerð á morgun.

Það er því ljóst að Eiður spilar ekki meiri fótbolta á þessu ári og ef endurhæfing gengur vel verður hann klár í slaginn í febrúar.

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Eið og félagið sem ætlaði honum svo stóra hluti á þessu ári.

Atvikið átti sér stað er Eiður lenti í samstuði við markvörð Olympíakos.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×