Schalke skoraði fimm mörk hjá Evrópumeisturunum á San Siro Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2011 18:00 Mynd/AP Evrópumeistarar Internazionale eru í slæmum málum eftir 2-5 tap á heimavelli á móti Schalke í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Inter skoraði eftir 25 sekúndur og komst tvisvar yfir í leiknum en gestirnir frá Þýskalandi jöfnuðu tvisvar í fyrri hálfleiknum áður en þeir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiksins. Schalke skoraði síðan eitt mark til viðbótar eftir að Inter missti Cristian Chivu útaf með rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur með ótrúlegu marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, kom þá út úr teignum og skallaði stungusendingu frá markinu. Boltinn barst alla leið fram á miðju en þar hikaði Stankovic ekki í eina sekúndu heldur tók boltann viðstöðulaust á lofti og sendi hann aftur yfir Neuer og í markið. Schalke var ekkert að leggja árar í bát heldur sótti strax á Inter-liðið og Joel Matip tókst að jafna leikinn á 17. mínútu eftir að varnarmönnum Inter mistókst að koma boltanum frá eftir horn og skalla Kyriakos Papadopoulos. Diego Milito kom Inter aftur yfir á 34. mínútu með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki á tímabilinu en Argentínumaðurinn skoraði þá af stuttu færi eftir að Esteban Cambiasso skallaði fyrirgjöf Wesley Sneijder fyrir fætur hans. Schalke náði aftur á móti að jafna aftur leikinn sjö mínútum síðar þegar Edu fylgdi á eftir eigin skoti og skoraði af harðfylgni. Julio Cesar hefði kannski átt að gera betur í marki Inter en Þjóðverjarnir voru búnir að skora tvisvar hjá honum á fyrstu 40 mínútunum. Schalke-menn voru hvergi nærri hættir og eftir tvö mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiks voru þeir komnir í 4-2. Raul Gonzalez skoraði fyrra markið á 53. mínútu eftir sendingu Jefferson Farfán og það seinna kom á 57. mínútu og var sjálfsmark Andrea Ranocchia eftir fyrirgjöf frá José Manuel Jurado. Mark Raul var mark númer 70 hjá honum í Meistaradeildinni. Schalke var því komið í frábæra stöðu en hún varð enn betri á 62. mínútu þegar Rúmeninn Cristian Chivu fékk sitt annað gula spjald og Inter-menn voru því bæði tveimur mörkum undir og einum manni færri. José Manuel Jurado og Jefferson Farfán fengu bæði góð tækifæri til þess að skora fimmta markið áður en Edu skoraði sitt annað mark í leiknum með glæsilegu skoti frá vítateig á 75. mínútu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Evrópumeistarar Internazionale eru í slæmum málum eftir 2-5 tap á heimavelli á móti Schalke í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Inter skoraði eftir 25 sekúndur og komst tvisvar yfir í leiknum en gestirnir frá Þýskalandi jöfnuðu tvisvar í fyrri hálfleiknum áður en þeir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiksins. Schalke skoraði síðan eitt mark til viðbótar eftir að Inter missti Cristian Chivu útaf með rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur með ótrúlegu marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, kom þá út úr teignum og skallaði stungusendingu frá markinu. Boltinn barst alla leið fram á miðju en þar hikaði Stankovic ekki í eina sekúndu heldur tók boltann viðstöðulaust á lofti og sendi hann aftur yfir Neuer og í markið. Schalke var ekkert að leggja árar í bát heldur sótti strax á Inter-liðið og Joel Matip tókst að jafna leikinn á 17. mínútu eftir að varnarmönnum Inter mistókst að koma boltanum frá eftir horn og skalla Kyriakos Papadopoulos. Diego Milito kom Inter aftur yfir á 34. mínútu með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki á tímabilinu en Argentínumaðurinn skoraði þá af stuttu færi eftir að Esteban Cambiasso skallaði fyrirgjöf Wesley Sneijder fyrir fætur hans. Schalke náði aftur á móti að jafna aftur leikinn sjö mínútum síðar þegar Edu fylgdi á eftir eigin skoti og skoraði af harðfylgni. Julio Cesar hefði kannski átt að gera betur í marki Inter en Þjóðverjarnir voru búnir að skora tvisvar hjá honum á fyrstu 40 mínútunum. Schalke-menn voru hvergi nærri hættir og eftir tvö mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiks voru þeir komnir í 4-2. Raul Gonzalez skoraði fyrra markið á 53. mínútu eftir sendingu Jefferson Farfán og það seinna kom á 57. mínútu og var sjálfsmark Andrea Ranocchia eftir fyrirgjöf frá José Manuel Jurado. Mark Raul var mark númer 70 hjá honum í Meistaradeildinni. Schalke var því komið í frábæra stöðu en hún varð enn betri á 62. mínútu þegar Rúmeninn Cristian Chivu fékk sitt annað gula spjald og Inter-menn voru því bæði tveimur mörkum undir og einum manni færri. José Manuel Jurado og Jefferson Farfán fengu bæði góð tækifæri til þess að skora fimmta markið áður en Edu skoraði sitt annað mark í leiknum með glæsilegu skoti frá vítateig á 75. mínútu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira