Enski boltinn

Carragher: Hálfgert svindl að hafa ekki enskan þjálfara hjá landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Carragher og Fabio Capello.
Jamie Carragher og Fabio Capello. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool og fyrrum landsliðsmaður Englendinga, segir það vera hálfgert svindl þegar enska knattspyrnusambandið ræður erlendan þjálfara á landsliðið eins og gert var með Ítalann Fabio Capello. Enska landsliðið getur tryggt sig inn á EM með því að ná í stig í Svartfjallalandi á föstudaginn.

„Næsti landsliðsþjálfari Englands ætti að vera enskur," sagði Jamie Carragher í útvarpsviðtali á talkSPORT stöðinni. „Ég hef ekkert á móti Capello enda kynntist ég honum vel á HM síðasta sumar. Alþjóðlegur fótbolti snýst bara ekki um þetta," sagði Jamie Carragher og bætti við:

„Þetta er eins og segja ef markvörðurinn okkar er ekki nógu góður: Við fáum bara (Gianluigi) Buffon frá Ítalíu. Það er eins og við séum að svindla og þetta er dálítið vandræðalegt," sagði Carragher.

„Þetta er öðruvísi í þróunarlöndunum í Afríku og annarsstaðar þar sem við erum að reyna að byggja upp fótboltann. England er hinsvegar fótboltaþjóð og við eigum ekki að þurfa á erlendum þjálfara að halda," sagði Carragher.

„Þó að þetta hafi ekki gengið upp með Steve McClaren þá á það ekki að þýða að við áttum að leita út fyrir landsteinanna. Starfið átti og á að fara til besta enska þjálfarans," sagði Carragher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×