Enski boltinn

Van der Vaart þakklátur Real

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael van der Vaart í leik með Tottenham.
Rafael van der Vaart í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Rafael van der Vaart, leikmaður Tottenham, segir að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að fara frá Real Madrid eins og hann gerði í sumar.

Van der Vaart er þakklátur félaginu fyrir að hafa gert sig að stóru nafni í knattspyrnuheiminum.

Hann hefur staðið fyrir sínu og gott betur síðan hann kom til Tottenham og skorað tólf mörk í 23 leikjum.

„Það var erfitt að fara frá Madrid enda frábær borg og félagið eitt það sterkasta í heimi," sagði hann í samtali við La Gazzetta dello Sport í dag.

„Það voru svo margir leikmenn, eins og ég, Wesley Sneijder og Arjen Robben, sem fengu ekki það svæði sem við þurftum."

„Real Madrid gaf mér pening og tækifæri til að verða frægur og spila stóra leiki. Ég verð félaginu ávallt þakklátur."

Van der Vaart sér þó ekki eftir neinu og nýtur lífsins í Lundúnum í dag. „Tottenham spilar góðan fótbolta og er með marga góða leikmenn. Það þarf að berjast meira fyrir hverju stigi en ef við getum spilað saman í nokkur ár getum við orðið frábært lið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×