Enski boltinn

Redknapp: Beckham hlýtur að lifa ótrúlegu lífi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beckham skemmti sér vel á æfingum með Spurs.
Beckham skemmti sér vel á æfingum með Spurs.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var afar svekktur með að geta ekkert nýtt David Beckham síðustu vikurnar. Þá æfði Beckham með liðinu en Spurs fékk samt ekki að nota hann eins og félagið hafi vonast til þar sem LA Galaxy vildi ekki lána leikmanninn.

Redknapp er þó ekki búinn að gefa drauminn um að stýra Beckham upp á bátinn.

"Beckham hefur örugglega áhuga á því að koma aftur til okkar. Það er mikið að gera hjá honum og líf hans hlýtur að vera ótrúlegt," sagði Redknapp með stjörnur í augunum.

"Þessi strákur var til í að koma hingað og æfa almennilega í stað þess að sitja heima hjá sér eins og hann gat gert. Það segir meira en mörg orð um Beckham. Hann elskar fótbolta.

"Það var frábært að hafa hann hérna enda eðaldrengur. Virkilega góður strákur. Honum er velkomið að koma aftur þegar hann vill. Ég held að hann hefði styrkt okkur ef hann hefði spilað. Það er ekki útilokað að hann komi aftur og spili þá með okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×