Enski boltinn

Barton verður ekki seldur á tombóluverði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Barton er góður en óstýrilátur leikmaður.
Barton er góður en óstýrilátur leikmaður.
Newcastle United hefur ekki í hyggju að selja Joey Barton á tombóluverði. Hermt var að félagið ætlaði að selja hann á eina milljón punda en samningur hans rennur út eftir eitt ár.

Newcastle hefur ekki boðið honum nýjan samning og Barton er mjög svekktur yfir því. Sjálfur vill hann vera áfram hjá Newcastle þar sem hann hefur verið síðustu fjögur ár.

Félagið er sagt vera tilbúið að hlusta á tilboð í leikmanninn og kemur víst ekki til greina að hlusta á tilboð undir 4 milljónum punda.

Newcastle hefur samt ekki tekið lokaákvörðun í málinu og til greina kemur að bjóða Barton nýjan samning. Hann verður samt að sýna smá þolinmæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×